Lundeyjarsund 3, 801 Selfoss
22.500.000 Kr.
Sumarhús
3 herb.
70 m2
22.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1984
Brunabótamat
15.850.000
Fasteignamat
19.600.000

Lundeyjarsund 3, Hraunborgum.
Virkilega fallegur bústaður á eftirsóttum stað í Hraunborgum. Aðalhúsið er 52,1 f og gestahús 18.8 fm. Stór verönd með heitum potti. Hitaveita.

Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur G. Sveinbjörnsson, löggiltur fasteignasali á Höfn fasteignasölu í síma 8228283 eða [email protected]

Nánari lýsing húss:
Aðalhúsið er ca. 52,1 fermetrar að stærð og skiptist í forstofu, baðherbergi með sturtu, tvö svefnherbergi með tvíbreiðum rúmum og stofa með góðum eldhúskróki. Svefnloft er yfir hluta hússins, ekki manngengt. Þá er einnig upphituð geymsla í aðalhúsinu.
Gestahús stendur við aðalhúsið og er það 18,8 fermetrar. Í gestahúsinu er WC. Tengt er fyrir sturtu, en henni hefur ekki verið komið fyrir enn þá. Svefnstæði er fyrir þrjá í gestahúsinu. Þá er við bústaðinn lítið hús fyrir börn að leika í. Undir hluta af pallinum er geymsla þar sem geyma má garðverkfæri o.þ.h.  
Pallur er í kringum allan bústaðinn, ca. 50 fermetrar. Heitur pottur er við bústaðinn. Hitaveita.
Grasflöt er við bústaðinn og mikill og fallegur gróður á lóðinni.
Bílastæði er fyrir 4 – 5 bíla við bústaðinn
Lóðin er 5000 fm leigulóð með nýlegum 50 ára leigusamning og forleigurétti. 
Hraunborgir er afgirt sumarhúsabyggð með öryggishliði og þjónustumiðstöð sem opin er á tímabilinu maí – september. Þar er veitingasala, sundlaug og leiksvæði fyrir börn. Bústaðurinn er í göngufæri við þjónustumiðstöðina. Inn á sumarhúsasvæðinu er enn fremur par-3 golfvöllur, en auk þess eru golfvellir í næsta nágrenni, svo sem á Kiðjabergi, Öndverðarnesi og víðar.
Hraunborgir eru í ca. 70 km fjarlægð frá Reykjavík, eða 1 klst. akstri.
Allt innbú mun fylgja, þ.e.a.s. húsgögn, garðhúsgögn og búsáhöld eftir nánara samkomulagi. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.