Holtagerði 30, 200 Kópavogur
64.900.000 Kr.
Hæð/ Hæð í tvíbýlishúsi
4 herb.
171 m2
64.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1969
Brunabótamat
54.310.000
Fasteignamat
59.400.000

Holtagerði 30.
Falleg og vel skipulögð fjögurra herbergja, sérhæð á fyrstu hæð með bílskúr og auka íbúð í kjallar. Frábær staðsetning í grónu hverfi í Kópavogi þar sem verið er að byggja nýjan barnaskóla.

ATH - VEGNA COVID19 - EKKI VERÐUR HALDIРOPIÐ HÚS HELDUR EINGÖNGU BÓKAÐAR SKOÐANIRFYRIR HVERN OG EINN. HAFIÐ SAMBAND VIÐ FASTEIGNASÖLU.
 

Nánari lýsing eignar:
Komið er inn í flísalagt anddyri. Úr anddyri er gengið niður í sameign í kjallara.
Hol í miðju hússina þaðan sem gengið er inn í allar vistaverur.
Eldhúsið er rúmgott, upprunalegar innréttingar.
Falleg borðstofa með stórum gluggum til vesturs.
Stofa er opin og björt, stórir gluggar og útgengt út á suðursvalir. Hlaðinn arinn.
Á svefnherbergisgangi er þrjú rúmgóð svefnherbergi og bað/Wc. Skápur á gangi.
Barnaherbergin eru bæði með skápum, parket á gólfi.
Hjónaherbergið er mjög rúmgott, með stórum skáp, dúk á gólfi og útgengt út á norður svalir.
Baðherbergið er með baðkari. Dúkur á gólfi.
Íbúðin er vel skipulögð. Gólfefni eru dúkar, flísar og parket.
Niðurtekin loft eru í íbúðinni með panil-loftaklæðningu. 
Í kjallara er sér geymsla, sameiginleg geymsla í hitakompu og rúmgott sameiginlegt þvottahús.
Studioíbúð í kjallara, ósamþykkt: Björt og opin íbúð sem skiptist í stóra stofu/svefnherbergi. Eldhús með ágætir innréttingu og borðaðstöðu. Baðherbergi með stórri flísalagðir sturtu. Geymsla innan íbúðar. Íbúðin hefur verið í útleigu til fjölskylduaðila. Íbúðin er ekki öll skráð í fm tölu hússsins og er stærri en opinberar tölur segja að sögn eiganda.
Bílskúrinn er stór, gluggar til norðurs. Rafmagnsopnari á hurð. Góð bílastæði fyrir framan hús.
Þakjárn hússins var endurnýjað fyrir nokkrum árum.

Þetta er falleg og vel skipulögð sérhæð, í grónu hverfi með mikla möguleika.  
Íbúðin er í eigu dánarbús og er að mestu upprunaleg. Þá þarfnast hús að utan viðhalds.
Tilvonandi kaupendum er bent á að skoða eignina vel í því ljósi. 

Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur G. Sveinbjörnsson, Löggiltur fasteignasali á Höfn fasteignasölu í síma 8228283 eða [email protected]
ATH - VEGNA COVID19 - EKKI VERÐUR HALDIРOPIÐ HÚS HELDUR EINGÖNGU BÓKAÐAR SKOÐANIRFYRIR HVERN OG EINN. HAFIÐ SAMBAND VIÐ FASTEIGNASÖLU.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna:
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi 0,4%- 0,8 % af heildarfasteignamati. 1,6.% ef um lögaðila er að ræða.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar sjá nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð  

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.