Bergstaðarstræti 10.Fallegar og mikið endurnýjaðar tveggja herbergja íbúðir í litlu tvíbýli.
Húsið er skipulagt og rekið í dag sem íbúðagisting með tveim gistieiningum. Um er að ræða tvær íbúðir sem seljast saman í einu húsi.
Allt innbú selst með. Rekstrarleyfi til staðar.Fastanr. 200-5709 - Jarðhæð, 46,1 fm, fasteignamat 31.450.000.- Brunabótamat 14.400.000.-
Fastanr. 200-5710 - Efri hæð 52,3 fm, fasteignamat 32.750.000.- Brunabótamat 20.400.000.-
(Skráning opinberra gjalda í söluyfirliti er samanlagt fyrir báðar eigninar.)
Nánari lýsing eignar - á við báðar íbúðirnar.Sér inngangur er í hvora íbúð.
Komið er inn í rúmgott andyri.
Stofan og eldhús eru eitt opið rými. Góð eldhúsinnrétting með góðum tækjabúnaði.
Svefnherbergið er mjög rúmgott með stórum skáp og rúmi.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, stór sturta og aðstaða er á baði til að tengja þvottavél.
Gólfefni eru flísar og gegnheilt parket. Gólfhiti.
Allt innbú fylgir sem þarf til rekstrar á gistirými. Húsið var mikið endurnýjað árið 2014/15. Mikið innan íbúðar endurnýjað.
Möguleiki væri á að stækka húsið ef vilji er til.
Það sem fylgir þessum 2 íbúðum er eftirfarandi samkvæmt upplýsingum seljanda:
1. Byggingaréttur samkvæmt gildandi deiliskipulagi
2. öll húsgögn og innbú
3. Lyklakerfi og hugbúnaður tengt sjálvirkri check-in
4. Ótímabundið leyfi skammtíma útleigu.
(Rekstrarleyfum hefur verið skilað inn og íbúðirnar eru í langtímaleigu)Þetta er virkilega gott tækifæri í miðbænum í húsi sem hefur verið sérútbúið til gistireksturs.
Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur G. Sveinbjörnsson löggiltur fasteignasali á Höfn fasteignasölu í síma 8228283 eða
[email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum..
5. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. Annar kostnaður t.d. skilyrt veðleyfi /umboð skjalagerð kr: 15.000.- auk vsk