***ATH - ÞESSI EIGN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖNGUN***
MIKIL EFTIRSPURN EFTIR SAMBÆRILEGUM EIGNUM Í ÞESSU HVERFI.
Dalsel 10.
Virkilega góð þriggja til fjögurra herbergja íbúð, á 2.hæð, með stæði í bílageymslu. Þrjú góð svefnherbergi, þvottahús innan íbúðar, góðar suðursvalir, stæði í lokaðri bílageymslu.Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur G. Sveinbjörnsson, löggiltur fasteignasali í síma 8228283 eða
[email protected]Nánari lýsing eignar:
Komið er inn í
parketlagt anddyri með fataskáp.
Inn af anddyri er lítið þvottahús með flísalögðu gólfi.
Eldhúsið er með endurnýjaðri innréttingu og nýlegum tækjum. Flísar á gólfi.
Stofan er opin og björt með fallegu útsýni til suðurs. Parketlögð.
Svefnherbergi 1# Inn af eldhúsi hefur verið skipulagt og komið fyrir rúmgóðu herbergi með fataherbergi og úr því herbergi gengið út á suðursvalir. Parket á gólfi.
Svefnherbergi 2# Stórt herbergi með fataskáp, plastparket á gólfi.
Svefnherbergi 3# Minna barnaherbergi með fataskáp og parketi.
Baðherbergið er með flísum á gólfi, flísalagt í kringum baðkar/sturtu. Panilklæddir veggir og góð eldri innrétting.
Í sameign er sér geymsla sem og sameiginlegar geymslur.
Sér stæði í lokaðri bílageymslu. Húsið er klætt að utan, skipt hefur verið um glugga og gler að hluta, þak bílskýlis var endurbætt fyrir nokkrum árum og hiti settur í gangstíga. Ný hurð og rafmagnsopnari á bílskýli Leiktæki á sameiginlegri lóð. Nýlegt teppi á stigagangi
Þetta er virkilega vel skipulögð 3-4 herbergja íbúð á góðum stað í Seljahverfi með stæði í lokaðri bílageymslu. Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur G. Sveinbjörnsson, löggiltur fasteignasali á Höfn fasteignasölu, í síma 8228283 eða [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4- 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum..
5. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. Annar kostnaður t.d. skilyrt veðleyfi /umboð skjalagerð kr: 15.000.- auk vsk