Efstaleiti 23, 103 Reykjavík (Kringlan/Hvassal)
68.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
2 herb.
76 m2
68.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2019
Brunabótamat
39.850.000
Fasteignamat
49.800.000

Eignin er seld. 
Efstaleiti 23.
Virkilega falleg og vel skipulögð tveggja herbergja íbúð, á jarðhæð, með sérafnota suðurverönd. Stæði í bílageymslu. 
Hús byggt 2019. 

Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur G. Sveinbjörnsson, Löggiltur fasteignasali á Höfn fasteignasölu, [email protected]

Komið er inn í snyrtilega sameign. Íbúðin er á fyrstu hæð og gengið er inn í rúmgott anddyri með góðum skápum. Inn af anddyri er baðherbergið sem er með flísalögðu gólfi og sturtu. Upphengt salerni og góð innrétting. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara á baði.
Elhús og stofa mynda eitt opið rými. Góð elhúsaðstaða og góð innrétting. Stofan er opin og björt og úr stofu er gengið út á sérafnota timburverönd sem snýr til suðurs. Stórir gluggar í stofu gefa góða birtu inn í alrýmið. Svefnherbergið er nokkuð rúmgott með stórum skápum. Gluggi í svefnherbergi snýr inn í garð. Virkilega falleg og vel skipulögð íbúð. Í kjallara eru geymslur og sameign og íbúðinni fylgir bílastæði í lokaðri bílageymslu. Eign sem vert er að skoða.

Nánari lýsing íbúðar:
Komið er inn í snyrtilega sameign. Myndadyrasíma.
Anddyrið er mjög rúmgott með stórum skápum.
Eldhúsið er opið með fallegri hvítri innréttingu, góð eldhústæki og gott vinnupláss.
Stofa og eldhús eru eitt opið rými.
Stofan er opin og björt með stórum gluggum til suðurs. 
Útgengt úr stofu út á fallega, sérafnota, timburverönd sem snýr til suðurs inn í stóran garð.
Svefnherbergið er nokkuð rúmgott með stórum skápum.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, sturta og upphengt salerni, innrétting og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Fallegt harðparekt er á gólfum íbúðarinnar. Flísar á baði.
Sér geymsla er í sameign í kjallar.
Stæði í bílageymslu fylgir íbúðinni.

Þetta er virkilega falleg og vel skipulögð íbúð í nýlegu húsi í Efstaleiti (byggt 2019). 
Efstaleitið er sannkallað miðborgarhverfi í göngufæri við helstu verslunar- og þjónustukjarna borgarinnar og falleg útivistarsvæði.  Þar mynda misháar íbúðabyggingar hring um skjólsæla garða, útivistar- og leiksvæði. Við hönnun íbúðahverfisins er unnið markvisst með stöllun húsa í hæð, formi og mótun lands svo úr verður ásýnd stakstæðra húsa með skemmtilegum þakgörðum og svölum.
Rut Káradóttir innanhússarkitekt sá um að velja saman efni og liti á innréttingum, flísum og borðplötum.
Íbúðin er í útleigu til traust leigjanda og leigusamningi er hægt að segja upp með þriggja mánaða uppsagnarfresti.

Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur G. Sveinbjörnsson, löggiltur fasteignasali á Höfn fasteignasölu - [email protected] - s: 8228283

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningum 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum..
5. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. Annar kostnaður t.d. skilyrt veðleyfi /umboð  skjalagerð kr: 15.000.- auk vsk

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.