Mosabrúnir 2, 806 Selfoss
54.900.000 Kr.
Sumarhús
3 herb.
97 m2
54.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2006
Brunabótamat
51.000.000
Fasteignamat
34.150.000

Mosabrúnir 2
Einkar fallegt og frábærlega vel staðsett heilsárshús í landi Úthliðar. Mikið útsýni þar sem að húsið stendur hátt í landinu.
Húsið skiptist í tvö stór svefnherbergi, baðherbergi, stofu og eldhús með mikilli lofthæð, svefnloft yfir hluta húss notað í dag sem setustofa. Stórir gluggar til suðurs og tvöföld hurð út á timburverönd. Hitaveitupottur með skjólveggjum. Glæsilegt útsýni í allar áttir. 

Höfn fasteignasala kynnir í einkasölu:
Allar nánari upplýsingar og bókanir í skoðun veitir Ólafur G. Sveinbjörnsson, löggiltur fasteignasali á Höfn fasteignasölu, [email protected]


Nánari lýsing eignar:
Malarborið bílastæði við bústað.
Komið inn á stóra viðarverönd. Aðkoma mjög snyrtileg.
Anddyrið er nokkuð rúmgott og úr anddyri er gengið upp góðan stiga upp á efri hæð.
Þar er í dag setustofa en getur hæglega verið svefnloft.
Stiginn upp á svefnloftið er sérsmíðaður og ekki brattur.
Svefnherbergin eru tvö, bæði rúmgóð. Gluggar til norðurs.
Baðherbergið er með góðum sturtuklefa, salerni og innréttingu. Flísar á gólfi. Gluggi.
Stofan og eldhúsið mynda eitt opið rými með mikilli lofthæð.
Eldhús með fallegri innréttingu og góðum tækjum. Gott skápapláss.
Stofan er opin og björt. Gluggar á þrjá vegu í rýminu gefa mikla birtu. Hátt til lofts.
Úr stofu er gengið út á suðurverönd og er tvöföld hurð út. 
Á veröndinni er hitaveitupottur og í kringum hann er skjólgirðing.
Geymsla er við húsið þar sem að hitaveitu og rafmagninntök eru. Þar er góð geymsla sem og aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.
Sérstætt 9 fm geymsluhús er svo við húsið þar sem hægt er að geyma garðhúsgögn og verkfæri.
Húsið stendur hátt í landinu og er með stórkostlegu útsýni í 360°. 
Húsið er timburhús byggt á steyptum sökkli og með steyptri plötu með hitalögn í gólfum.
Flísar eru á gólfum hússins alls en timburgólf á efra lofti.
Húsið ber þess merki að hafa fengið gott viðhald og umhyrðu.
Lokað hlið er um svæðið og því engin umferð sem ekki á erindi á svæðið.
Lóðin  er 4990fm og er leigulóð.

Margir golfvellir eru í næsta nágrenni við bústaðinn. Úthlíð, Dalbúi við Laugarvatn, Geysir og Flúðir svo eitthvað sé nefnt

Þetta er fallegt heilsárshús sem er einkar vel staðsett á frábærum stað í landi Úthlíðar. 

Bókið skoðun hjá fasteignasölu. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.