Ólafur Gísli Sveinbjörnsson hefur starfað við fasteignasölu síðan árið 2006 með góðum
árangri og við góðan orðstír. Ólafur lauk námi til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja – og skipasölu árið 2009 og hlaut í kjölfarið löggildingu til starfa. . Árið 2016 lauk hann Ba prófi í lögfræði við Háskóla Íslands.
Ólafur hefur alla tíð kappkostað við að veita framúrskarandi þjónustu við sína viðskiptavini, jafnt seljendur sem og kaupendur.
Traust – Öryggi – Árangur , eru einkunnarorð Ólafs í sínum störfum.
Ólafur er eigandi og ábyrgðaraðili Höfn fasteignasölu.